15. janúar 2024
Heimsendir
Ég veit ekki hvenær og hvernig heimsendir verður, en ég er nokkuð viss um að hann hefjist í einhverri hverfisgrúbbu í umræðu um rusl.
Ég veit ekki hvenær og hvernig heimsendir verður, en ég er nokkuð viss um að hann hefjist í einhverri hverfisgrúbbu í umræðu um rusl.
Við ættum öll að skiptast á að vera forseti. Ár í senn.
Valið handhófskennt. Enginn fær að vita hver er eða var forseti.
Allir fá að njóta vafans þegar eyður eru skoðaðar í ferilsskrám, kannski var viðkomandi forseti?
(Ég gæti hafa stolið þessari hugmynd frá Almarri — en hann ætti að fara blogga.)
Ný vika og rulsabíllinn er með nýja ferð. Nýtt ljóð má nálgast hér Rusladagur
Ljóðskáldið Tom Jenks ætlar að skrifa reglulega út árið um sorphirðu.
Ég ætla að þýða jafnóðum. Ljóðið má nálgast hér Rusladagur.
Nýr vettvangur til að segja nákvæmlega ekkert og hér getur enginn brugðist við!
…nema kannski gleðilegt nýtt ár!