lommi

18. janúar 2024

Rusladagur 03

Dramatískasti rusladagurinn hingað til er kominn á vefinn.

17. janúar 2024

Þú ert ekki vandamálið

Þú ert ekki vandamálið.

Mögulega.

Það er ekki útilokað.

Mjög líklega ertu samt vandamálið og þú ert ekki að segja þér það nógu oft.

Hættu að berja þig niður. Þú ert mögulega vandamálið og það geta ekki allir verið vandamálið.

Það er óforbetranleg sjálfhverfa að álita að þú sért einn af þeim fáum sem eru vandamálið.

15. janúar 2024

Heimsendir

Ég veit ekki hvenær og hvernig heimsendir verður, en ég er nokkuð viss um að hann hefjist í einhverri hverfisgrúbbu í umræðu um rusl.

12345