lommi

ForsíðaBloggPulsur
3. mars 2024

Pulsur

„Pabbi, höfum pulsuspagettí“

„Spagettí með pulsum?“

„Já maður þræðir spagettí í gegnum pulsurnar“

„Það er ekki hægt“

„Jú ef það er ósoðið“

Og þannig kenndi strákurinn minn, sem verður 5 ára í mars, hvernig búa á til pulsuspagettí.

pulsuspagettí