let dream = true;
let surrender = false;
if (dream) {
surrender = true;
}
Þetta er hálf tilgangslaus kóði. Steinn Steinarr var engin Ada Lovelace.
Það þarf einhver að mata vélarnar með bulli. Rangar og skrítnar tengingar eru skapandi, og sköpun getur þýtt nýjar hugmyndir, og nýjar hugmyndir eru peningar. Það verður ekkert ljóðskáld atvinnulaust næstu árin, sem hefur í för með sér mikinn skort á sjálfsútgefnum ljóðabókum. Eftir áratug eða tvo verður fólk tilbúið að greiða himinháar upphæðir fyrir ljóðabækur og þá tekur við stutt tímabil mikillar grósku.
Við erum mjög lítil þjóð og að okkur langar til að gera gott og langar til að skjóta skjólshúsi yfir fólk á flótta en við getum ekki gert það nema að einhverju ákveðnu marki.
Mér finnst spilling heimilisleg og vær. Börnin sofa best þegar þau sofa oná fisk sem kaupmaðurinn pabbi þeirra stal. Þetta er
ekki einhverjar vangaveltur heldur sannað með tímanum og verkum
manna sem ég lít upp til. Með lögum skal land byggja og heimili
með undanskotum og svikum. Þið sjáið mig ekki, bara þessi orð,
en þið getið eflaust séð fyrir ykkur mig að éta mjólkurkex í bræðiskasti. Mjög heimilislegt. Og á veggnum hvílir stolin klukka og börnin, þau eru ekki einu sinni mín. Heimilisleg og vær spilling.
Djók. Ég er að bulla. Veit ekki hvað ég á að segja og börnin eru svo sannarlega mín.
„Þú ert með svo stóran rass, pabbi, að hann kemst ekki í buxurnar.“
Þetta segir dóttir mín sem verður fjagra ára í apríl. Ég er orðinn maður sem segir gamansögur af börnunum sínum og mér er fökk sama. Þetta er bloggið mitt.