lommi

ForsíðaBloggÞað sem er fyndið
21. janúar 2024

Það sem er fyndið

— Pabbi, mér finnst kúkur ekki lengur fyndinn.

– Nú?

– Mér finnst samt rass og prump fyndið.

– Já. Prump er mjög fyndið.

– Og nebbi og dúskur.

– Dúskur á húfum?

– Já. Dúskur er fyndið.


Þetta segir dóttir mín sem verður fjagra ára í apríl. Ég er orðinn maður sem segir gamansögur af börnunum sínum og mér er fökk sama. Þetta er bloggið mitt.