Flensa

  • Einu sinni var ég veik í eitt ár!
  • Nei, það var bara vika.
  • Já, en mjög löng vika.

Ég horfði á landsleik

Ég hef lítið horft á handbolta síðustu ár og því kom það mér á óvart að sjá að ungstirnið, Aron Pálmarsson, væri búinn að leggja skóna á hilluna. Börnin mín spurðu hvað börnin á vellinum hétu. Það vissi ég ekkert. Ég sagði þeim svo söguna af Aroni Pálmarssyni. Þau vildu ekki hlusta á hana. Ég var svolítið eins og Æskan í gamla daga og New Kids On The Block — ófá lesendabréf bárust þar sem ritstjórnin var grátbeðin að hætta að birta svona mikið um New Kids On The Block þar sem ekkert barn þekkti þá hljómsveit. Alltaf var það samt New Kids On The Block.

Svell

Ég (fullorðinn): Þetta er bara allt eitt stórt svell. Fariði varlega. Við getum slasað okkur.

Börnin: Þetta er bara allt eitt stórt svell. Góður dagur.

Spontant

Ég var einu sinni spontant en núna bóka ég hittinga með löngum fyrirvara og afboða mig.

Símtal

Ég fékk um daginn símtal frá stuðningsmanni ónefnds einstaklings í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Stuðningsmaður: Langar þig að ræða eitthvað tiltekið málefni?

Ég: Almenningssamgöngur.

(stutt þögn)

Stuðningsmaður: Má ég senda þér SMS á kosningadag?

Ég: Já, já.

ENDIR.

Nördafimi

Ég er fyrst og fremst með blogg til að leika mér og þess vegna uppfærði ég síðuna að ástæðulausu. Hér er stutt yfirferð.

Lesa meira

Spurning

„Hvað gerist þegar maður týnir sjálfum sér?"

— Matthildur, 5 ára