lommi

ForsíðaBloggKvef
1. október 2025

Kvef

Eftir rúma tvo tíma á læknavaktinni fékk ég það staðfest að annað barnið er með kvef. Það er ekkert annað að frétta. Bara ég að fylgjast með börnunum mínum þroskast, já, og gervigreindinni.

Stundum þegar ég mata gervigreindina með alls konar kóða er samantektin ekki mikið merkilegri en kvefgreining læknis. Ég skammast mín bara fyrir að hafa sóað tíma og auðlindum heimsins.

„Ég skal koma með eitthvað merkilegra næst. Ég lofa!“

Ég trúi því helst að vitvélarnar séu mennskar þegar þær neita að lagfæra kóðann sinn, slökkva frekar á öllu sem getur komið upp um að hann sé brotinn og segja að ekkert sé að.